Nýjasta nýtt - 28.11.2014

Yfir 300 Oracle unnendur komu saman

Yfir 300 Oracle notendur komu saman síðastliðinn föstudag á Oracle notendaráðstefnu Advania sem haldinn var á Hilton Nordica hóteli.

Yfir 300 Oracle notendur komu saman síðastliðinn föstudag á Oracle notendaráðstefnu Advania sem haldinn var á Hilton Nordica hóteli.  Þar hlýddu ráðstefnugestir á 20 erindi frá sérfræðingum og stjórnendum Oracle, Advania, Fjármálaráðuneytinu, Fjársýslu ríkisins, LSH og Háskólanum í Reykjavík. Efni fyrirlestrana var fjölbreytt en lögð var áhersla að veita Oracle notendum hagnýt ráð sem nýtast þeim í daglegum störfum. 

Lykilfyrirlesarar voru eftirfarandi:
  • Marschall Choy, Product Marketing Sr. Director, Oracle
  • Gunnar H. Hall, fjársýslustjóri,
  • Wouter R. Ridder, Principal Sales Consultant,Oracle 
  • Dr. Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík

Lokaatriði ráðstefnunnar vakti mikla eftirtekt og kátínu ráðstefnugesta en þar fóru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson á kostum en þeir félagar hafa gert garðinn frægan með leikritinu Unglingurinn. 

Skoða myndir frá ráðstefnunni á Facebook síðu Advania


Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.