Nýjasta nýtt - 15.05.2012

365 semur við Advania um hýsingu og netbúnað

Fjölmiðlasamsteypan 365 hefur samið við Advania um hýsingu og netbúnað.

Fjölmiðlasamsteypan 365 hefur samið við Advania um hýsingu og netbúnað fyrir upplýsingakerfi fyrirtækisins og vefsvæði, meðal annars fréttavefinn vinsæla, Visir.is. 

Við undirbúning samstarfsins var lögð mikil áhersla á áreiðanleika og hátt öryggisstig lausna Advania, sem er samstarfsaðili VeriSign og vottað af alþjóðlegu gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og 27001.

"Advania er í fararbroddi í upplýsingatækni þegar kemur að hýsingu, netkerfum og tengdum öryggislausnum. Fyrirtækið býður upp á viðeigandi lausnir fyrir álagsþung vefsvæði á borð við visir.is, enda er hnökralaus uppitími þess lifandi miðils eitt af meginatriðunum í okkar rekstri. Það hentar okkur hjá 365 að eiga í nánu samstarfi við trausta þjónustuaðila og geta þannig eytt kröfum okkar í kjarnastarfsemi fyrirtækisins,” segir Ágúst Valgeirsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs 365.

„365 starfrækir miðla á öllum sviðum fjölmiðlunar. Þar á meðal eru fimm sjónvarpsstöðvar, fimm útvarpsstöðvar, eitt dagblað og netmiðill. Við höfum ekki marga viðskiptavini með stífari kröfur um öruggan rekstur og hnökralausan uppitíma og það er krefjandi og skemmtilegt verkefni að þjónusta þennan góða viðskiptavin. Við hjá Advania höfum lagt mikið í uppbyggingu á sviði hýsingar, netkerfa og tengdra öryggislausna. Fjárfesting okkar í gagnaverinu Thor Data Center fyrir skemmstu er hluti af þessari þróun,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.