Nýjasta nýtt - 22.4.2015 09:06:00
AdvInvest kaupir hlut Framtakssjóðsins í Advania
Öðrum hluthöfum verður boðið að selja sinn hlut á sömu kjörum
Aðaleigandi Advania, AdvInvest, hefur samið við Framtakssjóð Íslands (FSÍ) um kaup á öllu hlutafé sjóðsins í Advania sem er 32%. Samkomulagið kveður á um að öðrum hluthöfum verði boðið að selja hlut sinn á sömu kjörum. Eftir kaupin verður Advania væntanlega að öllu leyti í eigu sænska félagsins AdvInvest.
Advania verður þó áfram íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi, enda leggur AdvInvest áherslu á að byggja upp starfsemi Advania á Íslandi. Jafnframt er stefnt að skráningu Advania í Kauphöll Íslands árið 2016 og í kjölfarið verður félagið skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi. Með skráningu á Íslandi gefst almennum fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í íslensku upplýsingatæknifyrirtæki með alþjóðalega starfsemi.
Advania verður þó áfram íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi, enda leggur AdvInvest áherslu á að byggja upp starfsemi Advania á Íslandi. Jafnframt er stefnt að skráningu Advania í Kauphöll Íslands árið 2016 og í kjölfarið verður félagið skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi. Með skráningu á Íslandi gefst almennum fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í íslensku upplýsingatæknifyrirtæki með alþjóðalega starfsemi.
Hér er viðtal við Gest G. Gestsson forstjóra Advania í Markaðnum.