Nýjasta nýtt - 30.3.2015 15:19:00

Advania aðstoðar við rauntímaeftirlit með jörðinni

Hver gervihnöttur er aðeins um meter að lengd, tíu cm að breiddd og vegur um fjögur kíló.


Bandaríska hátæknifyrirtækið Planet Labs hefur valið Advania sem hýsingaraðila fyrir safn háskerpumynda sem floti gervihnatta fyrirtækisins tekur stöðugt af jörðinni. Planet Labs rekur flota 71 gervihnattar sem eru á sporbaug um jörðina og vakta ástand hennar. 

Hver gervihnöttur er aðeins um meter að lengd, tíu sentimetrar að breidd og vegur aðeins um fjögur kíló. Gervihnettirnir skanna allt yfirborð jarðarinnar einu sinni á hverjum sólarhring og við þetta verður til gríðarlegt magn af gögnum sem sýnir glöggt ástand og þróun umhverfismála á jörðinni. Á meðal þeirra fjölmarga þátta sem Planet Labs fylgist með er ástand ræktarlands, vatnsforði og vöxtur þéttbýlis.

Frá geimnum til tölvuskýja
Hýsing, flokkun og öruggur aðgangur að hinu gríðarstóra myndasafni Planet Labs er í gegnum Advania Open Cloud tölvuský Advania. Þessi lausn byggir á Qstack hugbúnaðinum frá Greenqloud og fullkomnum gagnaverum Advania hér á landi. Þau eru knúin með endurvinnanlegri orku og nýta hið íslenska kalda og vindasama loftslag til að kæla tölvubúnað með einfaldari, ódýrari og umhverfisvænni hætti en víðast hvar er mögulegt.

Hugsum betur um jörðina 
Við hjá Planet Labs vonum að myndir af okkar af jörðinni veiti öllum innblástur til að hugsa betur um plánetuna. Hin umhverfisvæna upplýsingatækni Advania gerir fyrirtækið að fullkomnum samstarfsaðila. Gagnaver fyrirtækisins eru knúin með hreinni orku, eru hagkvæm í rekstri og það er auðvelt að kæla búnaðinn þar. Þetta er þrefaldur ávinningur fyrir okkur,“ segir Troy Toman, framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Planet Labs.

Umhverfismál skipta miklu 
Það er spennandi að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem snýst um að fylgjast grannt með ástandi jarðarinnar. Það er vaxandi áhugi meðal viðskiptavina okkar að huga að umhverfismálum en  því miður er það þannig að stór hluti upplýsingatækniþjónustu er knúin áfram af jarðefnaeldsneyti sem veldur töluverðri losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania.

Um Planet Labs Inc. 
Planet Labs hannar, smíðar og rekur stóran flota af gervihnöttum sem mynda yfirborð jarðarinnar oftar en áður en hefur þekkst. Planet Labs hefur það að markmiði að gefa alhliða aðgang að gögnum um hina síbreytilegu jörð í hagnaðar- og góðgerðarskyni. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 af vísindamönnum sem áður störfuðu hjá NASA. Á meðal starfsmanna fyrirtækisins eru forritarar, verkfræðingar og áhættufjárfestar.
 

 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.