Fréttir - 10.1.2020 09:31:00

Advania bruggar fyrir viðskiptavini

Advania hefur hingað til sérhæft sig í stafrænum lausnum. Með þeirri undantekningu að árlega brugga sérfræðingarnir sem vinna hjá fyrirtækinu, sérstakan bjór sem hlotið hefur nafnið Ölgjörvi.

Advania hefur hingað til sérhæft sig í stafrænum lausnum. Með þeirri undantekningu að árlega brugga sérfræðingarnir sem vinna hjá fyrirtækinu, sérstakan bjór sem hlotið hefur nafnið Ölgjörvi.

Einn vinsælasti félagsskapur starfsmanna Advania er nefninlega áhugaklúbbur um bjórmenningu. Klúbburinn telur um 200 manns eða þriðja hvern starfsmann, og hefur hann lagt mikla natni við að þróa Ölgjörva á undanförnum árum. Bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untappd.

Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum.


Stormtrooper varð til í óveðrinu

Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper eins og greint var frá á Vísi.

Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs. Starfsmenn Advania eru því afar spenntir að fá að reiða fram nýjustu uppskeru Ölgjörvans fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Mynd: Bruggarar Advania eru spenntir að reiða fram sérstakan bjór fyrirtækisins sem kallast Ölgjörvi.
Frá vinstri: Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, Ásgeir Freyr Kristinsson, Andri Örn Sigurðsson, Steingrímur Óskarsson og Hákon Róbert Jónsson.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.