Nýjasta nýtt - 21.12.2018 13:29:00

Advania bruggar nördabjór

Forstjóri Advania og fjölmennt lið tölvunörda í bjórklúbb fyrirtækisins brugga tvö þúsund lítra af bjór yfir hátíðirnar. Fjórða uppskera af Ölgjörva verður borinn á borð fyrir viðskiptavini og starfsfólk Advania á nýjársgleði fyrirtækisins í janúar.

Forstjóri Advania og fjölmennt lið tölvunörda í bjórklúbb fyrirtækisins brugga tvö þúsund lítra af bjór yfir hátíðirnar. Fjórða uppskera af Ölgjörva verður borinn á borð fyrir viðskiptavini og starfsfólk Advania á nýjársgleði fyrirtækisins í janúar.

Starfsfólk Advania elskar  að sökkva sér djúpt ofan í hlutina, hvort sem er í leik eða starfi. Hjá fyrirtækinu starfar stór hópur tölvunörda sem deilir ástríðu fyrir góðum bjór. Þeir hafa starfrækt bjórklúbb í áraraðir þar sem forstjórinn, Ægir Már Þórisson, tekur virkan þátt ásamt tvö hundruð starfsmönnum. Klúbburinn bruggar bjór fyrir helstu skemmtanir fyrirtækisins svo sem árshátíð, októberfest og jólahlaðborð.

Á dögunum kom bjórklúbbur Advania af stað framleiðslu á tvenns konar bjór. Fjórðu uppskeru af Ölgjörva sem er session IPA bjór og bruggaður í samstarfi við Kex og humluðu fölöli sem bruggað er í samstarfi við Malbik. Starfsmenn Advania voru með í ferlinu frá hugmynd að þróun uppskriftar og tóku þátt í sjálfri framleiðslunni. Í ár verður Ölgjörvi meðal annars til sölu á KEX.

Ægir Már segir bjórklúbb fyrirtækisins hverfast um áhuga á jákvæðri bjórmenningu, matarpörun og sjaldgæfum blærigðum bjórs. Klúbburinn standi fyrir tveimur til þremur viðburðum í mánuði og stúderi afbrigði og bragðtegundir af ákefð.

Á myndinni eru bruggararnir Ásgeir Freyr Kristinsson hugbúnaðarsérfræðingur, Ægir Már Þórisson forstjóri Advania og Hákon Róbert Jónsson verkefnastjóri hjá Advania.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.