Nýjasta nýtt - 02.06.2014

Advania fær bronsið!

Sænska greiningarfyrirtækið Radar gaf nýverið út skýrslu um gæði þjónustufyrirtækja í upplýsingatækni og ánægju viðskiptavina þar í landi. Þar kemur fram að Advania er, að mati stjórnenda eitt af þeim tæknifyrirtækjum sem skila raunverulegum verðmætum með vinnu sinni fyrir viðskiptavini

 

Helstu atriði

  • Advania 3ja best í að skila viðskiptavinum sínum raunverulegum verðmætum
  • 140 fyrirtæki komast á listann
  • Advania er eina íslenska fyrirtækið á listanum
 

Advania skilar raunverulegum verðmætum

Sænska greiningarfyrirtækið Radar gaf nýverið út skýrslu um gæði þjónustufyrirtækja í upplýsingatækni og ánægju viðskiptavina þar í landi. Þar kemur fram að Advania er, að mati stjórnenda eitt af þeim tæknifyrirtækjum sem skila raunverulegum verðmætum með vinnu sinni fyrir viðskiptavini. Advania er í 3. sæti af 140 fyrirtækjum sem þjónusta grunnkerfi til fyrirtækja, en Advania sérhæfir sig einmitt í bestun, stýringu og rekstri slíkra kerfa. Þetta er í fyrsta sinn sem Advania kemst inn á þennan lista, eitt íslenskra fyrirtækja, en Radar kannar ánægju og gæði þjónustu upplýsingatæknifyrirtækja á hverju ári.

Viðurkenning á þjónustu sem Advania veitir

„Þetta er frábær árangur hjá okkur og undirstrikar þá áherslu sem leggjum á ávinning og ánægju viðskiptavina okkar. Í þessu tilfelli er verið að veita viðurkenningu á sviði þjónustu og rekstur á grunnkerfum en þau eru oftar en ekki lífsnauðsynleg fyrir rekstur okkar viðskiptavina. Undanfarin misseri höfum við eflt mjög þennan þátt í þjónustu okkar bæði hér heima á Íslandi og á norðurlöndunum og vinnum þétt saman í verkefnum á þessu sviði á milli landa,“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania. 

140 fyrirtæki voru skoðuð - Advania var í 3. sæti

Rannsókn Radar sem kallast „Radar – Supplier Quality and Customer Satisfaction“  var gerð á tímabilinu nóvember 2013 til mars 2014 á meðal 800 sænskra fyrirtækja sem teljast stórir kaupendur á upplýsingatækniþjónustu og var gefin út þann 7. maí s.l. Lagt var mat á þjónustu og lausnir rúmlega 140 upplýsingatæknifyrirtækja í Svíþjóð. Í rannsókninni leggja svarendur mat á þætti eins og kostnað, skilgreiningu verkefna, tímamörk verkefna, virði þjónustu, samskipti við þjónustufyrirtæki, útkomu úr verkefnum og kunnáttu þjónustuaðila.



Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.