Nýjasta nýtt - 15.7.2015 14:53:00

Advania fær gæðavottun

Advania er nú vottað í stjórnun upplýsingaöryggis

Upplýsingaöryggi er ofarlega á baugi þessi misserin og keppast fyrirtæki við að fá vottun á starfsemi þeirra.  Advania leggur áherslu á að vera öflugur samstarfsaðili þegar kemur að upplýsingatækni, ekki síst fyrir þá sem leggja áherslu á öryggi. Það er hinsvegar ekki sjálfgefið þar sem standast þarf stranga úttekt á þriggja ára fresti til að halda vottuninni.

Í ár var komið að því hjá Advania að fá endurnýjun í 3ja skiptið, en fyrirtækið hefur fengið vottun skv. staðlinum ISO/IEC 27001 um stjórnun upplýsingaöryggis fyrst árið 2009 og svo aftur 2012. Úttektin var ítarleg og stóð yfir í sex daga. Staðallinn tekur m.a. á skipulagi öryggismála, öryggi í starfsmannahaldi, aðgangsstjórnun, raunlægu öryggi, eignastjórnun, áætlun um órofinn rekstur, innleiðingu kerfa og hlítingu við lög. Úttektin var framkvæmd af British Standard Institute (BSI) en aðili á þeirra vegum heimsótti allar starfsstöðvar Advania í þeim tilgangi að athuga hvort fyrirtækið uppfyllir allar kröfur staðalsins.

Það er ánægjulegt að segja frá því að rétt í þessu bárust fréttir þess efnis að Advania stóðst úttektina og hlaut fulla endurvottun. Rétt er að geta þess að staðallinn er alþjóðlega viðurkenndur og sá eini sem lítur að stjórnun upplýsingaöryggis.
 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.