Nýjasta nýtt - 16.12.2013

Advania fyrst á Íslandi með Windows Azure tölvuskýið frá Microsoft

Með nýundirrituðum samstarfssamningi Advania og Microsoft verður Advania fyrsta íslenska upplýsingatæknifyrirtækið sem býður viðskiptavinum sínum aðgang að Windows Azure tölvuskýinu.

Með nýundirrituðum samstarfssamningi Advania og Microsoft verður Advania fyrsta íslenska upplýsingatæknifyrirtækið sem býður viðskiptavinum sínum aðgang að Windows Azure tölvuskýinu.
 Þetta þýðir að nú geta viðskiptavinir Advania sett upp og hýst tölvuþjónustu, tölvukerfi og hugbúnað í gagnaverum Microsoft. Þau fyrirtæki sem vilja nýta sér þennan möguleika geta notið ráðgjafar og aðstoðar sérfræðinga Advania við alla innleiðingu.  

„Skýjaþjónusta þar sem fyrirtæki hýsa gögn, hugbúnað og tölvuþjónustu miðlægt hefur mjög sótt í sig veðrið undanfarin misseri. Ávinningurinn fyrir fyrirtæki og notendur er margvíslegur. Þar má helst nefna minni þörf á fjárfestingu í tölvubúnaði, tölvurekstur verður sveigjanlegri og ódýrari. Ennfremur verður aðgengi að gögnum og hugbúnaði betri og öruggari. Það er því mjög ánægjulegt að geta greitt leið viðskiptavina í hið öfluga tölvuskýi Microsoft,“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania.  

„Fyrir hönd Microsoft á Íslandi vil ég óska Advania til hamingju með þetta mikilvæga skref. Skýjaþjónustur Microsoft eru nú þegar farnar að nýtast íslenskum fyrirtækjum til að bæta og hagræða í þeirra rekstrarumhverfi. Sú staðreynd að að jafn öflugur Microsoft samstarfsaðili og Advania hafi tekið skrefið til fulls og bjóði upp á skýjalausnir Microsoft, svo sem Windows Azure og Office 365, ber þessu vitni. Ég skora á íslensk fyrirtæki að kynna sér þekkingu og reynslu Advania á þessu sviði,“ segir Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

Á meðal þess sem má hýsa í Windows Azure skýinu eru tölvukerfi, vefsetur og lausnir fyrir spjaldtölvur og farsíma, þróunarumhverfi, viðskiptagreindarlausnir og gagnageymslur. Með samstarfi Microsoft og Advania um Windows Azure býður Advania flestalla þá skýjaþjónustu sem Microsoft veitir, sem sagt Office 365, Windows Intune, Microsoft Dynamics lausnir auk Windows Azure. 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.