Nýjasta nýtt - 21.01.2015

Advania í úrvalsdeild Microsoft

Advania á Íslandi er eitt 20 fyrirtækja í heiminum sem Microsoft sérvaldi til þátttöku í uppbyggingu á skýjalausnum (Cloud Solutions Provider program og Cloud OS Network).

Advania á Íslandi er eitt 20 fyrirtækja í heiminum sem Microsoft sérvaldi til þátttöku í uppbyggingu á skýjalausnum (Cloud Solutions Provider program og Cloud OS Network). Þetta felur í sér náið samstarf Advania og Microsoft í uppsetningu tölvuskýja þar sem fyrirtæki geta hýst og vistað gögn, kerfi og hugbúnað. 

Stendur til boða á öllum Norðurlöndunum

„Við erum mjög stolt af þessu,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. „Fyrst og fremst er það mikill heiður fyrir fyrirtækið að vera valið eitt af þessum tuttugu samstarfsaðilum Microsoft í skýjalausnum í heiminum. Við lítum á það sem heiður bæði fyrir okkur hér á Íslandi, og ekki síður fyrir okkur sem norrænt fyrirtæki því þetta gerir okkur kleift að bjóða fyrirtækjum á Norðurlöndunum þessar lausnir.“

Advania leiðandi í Microsoft skýjinu

„Advania er stærsti samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og samstarfsaðili ársins í Svíþjóð. Sú stefna félagsins að vera í fararbroddi er varðar skýjaþjónustur Microsoft eru frábærar fréttir og markar ákveðin þáttaskil. Advania hefur enn og aftur sýnt fram ákveðið forystuhlutverk í samstarfi sínu við Microsoft og vil ég óska Advania til hamingju með þennan áfanga“ segir Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

Ávinningur atvinnulífsins

Viðurkenningin felur í sér að Advania getur boðið viðskiptavinum sínum aðgengi að Microsoft skýjaþjónustum með öðrum hætti en áður hefur verið mögulegt. Með tölvuskýjum stóraukast möguleikar fyrirtækja til hagræðingar í rekstri og meiri sveigjanleika. Meðal þess sem boðið er upp á í skýjaumhverfi Microsoft er hýsing á tölvukerfum, gagnahýsing og aðgangur að viðskiptahugbúnaði á borð við Microsoft Dynamics NAV bókhaldskerfi og Office 356 hugbúnaðarvöndulinn. Með þessu geta íslenskir aðilar átt kost á að hýsa öll gögn, kerfi og hugbúnað hjá Advania á Íslandi. Opinberir aðilar, geta einnig hagrætt með þessum hætti.  

Að sögn Gests felast í þessu mikil tækifæri fyrir fyrirtækja. „Við munum í fyrsta lagi geta boðið viðskiptavinum okkar upp á áskriftarleið án milligöngu við þriðja aðila sem breytir kostnaði við upplýsingatæknikerfi úr fjárfestingu í mánaðarlegan rekstur. Ef fyrirtæki er til dæmis með marga sumarstarfsmenn þá er hægt fá áskrift að forritum og annað sem nauðsynlegt er vegna þess en draga svo aftur saman þegar sumri lýkur. 

Á næstu 12 mánuðum mun Microsoft fjölga samstarfsaðilum um skýjaþjónustu þannig að þeir verði á endanum 48 í jafnmörgum löndum.

Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja
Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania

 

   

Gestum sýndir möguleikar Advania skýsins (Windows Azure Portal) 
Gísli Guðmundsson, kerfisstjóri hýsingarlausna

 
  
 
Ávinningur viðskiptavina Advania af Microsoft skýinu   
Heimir Fannar Gunnlaugsson, forstjóri Microsoft á Íslandi

 

 


Sérstaða "Hybrid" Skýjalausna Microsoft (CLOUD OS)
Torben Juhl, Partner Technology Strategist at Microsoft
  
 

 

 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.