Fréttir - 23.6.2020 14:54:00

Advania nýtir uppljóstrunarþjónustu

Við hjá Advania viljum stuðla að gagnsæi og góðu viðskiptasiðferði. Fyrirtækið hefur því samið við uppljóstrunarþjónustuna Whistle B.

Við hjá Advania viljum stuðla að gagnsæi og góðu viðskiptasiðferði. Fyrirtækið hefur því samið við uppljóstrunarþjónustuna WhistleB.

Það er okkur mikilvægt að hlúa að trausti fólks til starfshátta fyrirtækisins og tryggja öryggi viðskiptavina okkar. Öll norrænu félögin undir Advania-samsteypunni hafa því markað sér siðareglur og gert ýmsar ráðstafanir til að hlúa að heilbrigðum viðskiptaháttum. Félögin hafa meðal annars samið við uppljóstrunarþjónustuna WhistleB sem rekin er af sænskri lögfræðistofu. Whistle B sérhæfir sig í að taka við ábendingum frá fólki sem hefur grunsemdir um misferli í starfsemi fyrirtækja. Þeir sem telja sig hafa oriðið vitni að einhverju misjöfnu í starfsemi fyritækisins geta því með afar einföldum hætti komið ábendingum áleiðis til Whistle B.

Tilgangurinn með því að nýta þjónustuna er að geta upprætt mögulegt misferli og koma í veg fyrir að óþægilegum málum verði sópað undir teppið.
Um er að ræða þjónustu sem fjölmörg stórfyritæki á Norðurlöndum nýta sér. Uppljóstrunarþjónustan tryggir nafnleysi þeirra sem koma ábendingum á framfæri og sér til þess að ábendingunum verið komið áfram til stjórnenda og stjórnar fyrirtækisins eftir fyrirfram ákveðnum ferlum. Með þeim hætti er gætt að leynd þeirra sem hafa grunsemdir um misferli. Uppljóstrarar þurfa ekki að leggja fram sannanir fyrir grunsemdum sínum en allar ábendingar verða að vera gerðar í góðri trú. Nánar má lesa um þjónustuna hér.

Ný lög um vernd uppljóstrara voru samþykkt á Alþingi í maí 2020. Lögin gilda um starfsfólk sem greinir frá upplýsingum eða miðlar gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda þeirra. Lögin hafa þann tilgang að draga úr ámælisverðri háttsemi og stuðla að því að upplýst verði um lögbrot í starfsemi fyritækja.

Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi ræddi um uppljóstrunarþjónustuna í Bítínu á Bylgunni í dag.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.