Nýjasta nýtt - 04.01.2015

Advania ræður hátt í þriðja tug nýrra starfsmanna

Árið byrjar með látum og auglýsir eftir hátt í þrjátíu nýjum starfsmönnum.

Okkur vantar helling af fólki

Árið byrjar með látum hjá Advania því á næstu vikum ætlar fyrirtækið að ráða til sín hátt á þriðja tug nýrra starfsmanna í fjölbreytt verkefni.  

Fjölbreytt störf í boði

Leitað er eftir forriturum, gagnagrunnssérfræðingum, tölvunarfræðingum og verkfræðingum. Advania er bæði að leita eftir reynsluboltum og nýgræðingum og ekki myndi skemma fyrir umsækjendum að hafa brennandi áhuga á upplýsingatækni.  

Ekki bara skemmtileg vinna

„Við erum alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania en bætir um leið við að það séu ekki bara fjölbreytt og spennandi störf í boði því hressir vinnufélagar, gott vinnuumhverfi og frábært mötuneyti fylgi með í kaupunum.  Þá geti nýjir starfsmenn ennfremur komið sér í form eftir jólin því í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúninu sé fín líkamsræktaraðstaða.  „Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum störfum að og sækja um“, segir Gestur að lokum.   

 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.