Nýjasta nýtt - 9.6.2015 17:26:00

Advania samstarfsaðili ársins hjá Microsoft

Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins, Partner of the Year, fyrir árið 2015.

Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins, Partner of the Year, fyrir árið 2015 á Íslandi en verðlaunin verða afhent á árvissri heimsráðstefnu Microsoft, Worldwide Partner Conference, sem haldin verður í Orlando dagana 12. – 16. júlí.

 

Mikill ávinningur notenda

Advania er einn stærsti samstarfsaðili Microsoft í Norður-Evrópu og undirstrikar þessi viðurkenning þekkingu og færni þeirra 500 Microsoft sérfræðinga sem starfa hjá fyrirtækinu í þremur löndum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð en Advania í Svíþjóð fékk sömu viðurkenningu í fyrra.

„Við leggjum mikla áherslu á að vera í fremstu röð í Microsoft lausnum og þessi viðurkenning  staðfestir að okkur hafi tekist það. Því skiptir hún okkur miklu máli“, segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. 

„Að þessu sinni veljum við Advania þar sem fyrirtækið skarar fram úr í að bjóða viðskiptavinum sínum Microsoft skýjalausnir hvort heldur sem er um að ræða hugbúnað eins og Office 365 eða viðskiptalausnir eins og Microsoft Dynamics NAV, Microsoft Dynamics AX eða TOK bókhald í áskrift. Þetta lausnaframboð Advania skapar viðskiptavinum fyrirtækisins mikinn ávinning og er í góðu samræmi við framtíðarsýn okkar hjá Microsoft,“ segir Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Microsoft á Íslandi.

 

Allt stefnir í skýið

 Advania vinnur mjög náið með Microsoft í að byggja upp öflugt framboð af skýjalausnum þar sem fyrirtæki geta hýst og vistað gögn, kerfi og hugbúnað. Skemmst er að minnast þess að Microsoft sérvaldi Advania til þátttöku í uppbyggingu á skýjalausnum (Cloud Solutions Provider program og Cloud OS Network). 
 
„Þetta nána samstarf við Microsoft gerir okkur mögulegt að bjóða viðskiptavinum okkar lausnir á borð við TOK og NAV bókhald í áskrift, Office 365 skrifstofuhugbúnað og Advania Business Cloud tölvuumhverfi í áskrift. Allar þessar lausnir henta íslenskum markaði sérstaklega vel og fela í sér hagkvæmni í rekstri fyrir þau fyrirtæki sem nýta sér þær,“ bætir Gestur við.
 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.