Nýjasta nýtt - 29.5.2015 18:01:00

Advania sér um upplýsingatæknina á Smáþjóðaleikunum

Advania er einn af aðalstyrktaraðilum Smáþjóðaleikanna.

 
Smáþjóðaleikarnir hefjast 1. júní

Advania er einn af aðalstyrktaraðilum Smáþjóðaleikanna sem hefjast mánudaginn 1. júní og standa til 6. júní. Keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi júdó, skotfimi, tennis, borðtennis, körfuknattleik, blaki, fimleikum og golfi og verður íslenskt afreksfólk í aðahlutverki á leikunum.

Tölvubúnaður frá Dell og Xerox

Framlag Advania felst í að sjá starfsfólki, keppendum og sjálfboðaliðum Smáþjóðaleikanna fyrir tölvubúnaði frá Dell og Xerox. Upplýsingatæknin gegnir lykilhlutverki í þessum atburði enda er margs að gæta hjá þeim sem starfa við leikana. Til dæmis má nefna að um 1.300 manns koma til landsins og er öll umgjörð leikanna á heimsmælikvarða. 

Áfram Ísland!


Xerox prentari frá Advania tekinn úr umbúðunum.




Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.