Nýjasta nýtt - 28.02.2014

Advania sigrar í Lífshlaupinu í báðum flokkum

Advania sigraði í Lífshlaupinu bæði með flesta daga og flestu mínúturnar.

Ító Kata lið Advania bar af

Advania gerði sér lítið fyrir og sigraði í Lífshlaupinu (fyrirtæki með 400-799 starfsmenn) bæði með flesta daga og flestu mínúturnar. Til hamingju kæra samstarfsfólk – sérstaklega þið sem lögðuð ykkar lóð á vogaskálarnar, en 207 starfsmenn tóku þátt. Liðið Ító Kata stóð sig best af Advania liðunum og fær það sérstök verðlaun í næstu viku og gerum við því góð skil í Markaðsmolum. 

Þátttakendum fjölgar á milli ára

Allmennt séð var frábær þátttaka í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins í ár þar sem þátttakendum fjölgaði um 9% á milli ára en alls skráðu 463 vinnustaðir 1349 lið og 13.587 liðsmenn til leiks.  

 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.