Fréttir - 16.2.2022 11:30:00

Advania stækkar í Finnlandi

Advania hefur fest kaup á finnska upplýsingatæknifyrirtækinu Valtti. Um er að ræða öflugt félag á finnska markaðnum sem sérhæfir sig í rekstrarþjónustu og skýjalausnum.

Advania hefur fest kaup á finnska upplýsingatæknifyrirtækinu Valtti. Um er að ræða öflugt félag á finnska markaðnum sem sérhæfir sig í rekstrarþjónustu og skýjalausnum.

 

Starfsfólk Valtti er um 220 og því eflist starfsemi Advania í Finnlandi til muna. Með liðsaukanum dýpkar einnig og breikkar þjónustframboð fyrirtækisins.

Advania hóf starfsemi í Finnlandi árið 2019 með kaupum á Vintor. Síðan hafa tvö önnur félög verið sameinuð starfseminni. Nú bætist Valtti við og er reiknað með að kaupin verði fullfrágengin á fyrri helmingi ársins. Kaupin eru þó háð samþykki samkeppnisyfirvalda.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.