Fréttir - 8.1.2020 15:16:00

Advania þrefaldast í Finnlandi

Advania í Finnlandi eflist til muna eftir að hafa fest kaup á upplýsingatæknifyrirtækinu Accountor ICT.

Advania í Finnlandi eflist til muna eftir að hafa fest kaup á upplýsingatæknifyrirtækinu Accountor ICT.

Það er svo sannarlega nóg um að vera hjá Advania á Norðurlöndunum. Í dag var gengið frá kaupum á finnska fyrirtækinu Accountor ICT sem veitir alhliða þjónustu í upplýsingatækni. Fyrirtækið var áður í eigu Accountor Group en sameinast nú Advania í Finnlandi.

Velta Accountor ICT er um 20 milljónir evra eða um þrír milljarðar króna. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns sem bætast í hóp þeirra 20 sem fyrir starfa hjá Advania í Finnlandi.

„Nú er ár liðið frá því að Advania keypti fyrirtækið Vintor í Finnlandi og hóf starfsemi þar í landi. Sú starfsemi hefur gengið framar björtustu vonum og styrkja kaupin á Accountor ICT reksturinn þar verulega. Umfang Advania í Finnlandi þrefaldast með viðskiptunum. Nú færum við okkur inn á nýtt starfssvið í Finnlandi og getum boðið uppá alhliða upplýsingatækniþjónustu þar líkt og í Svíþjóð og á Íslandi,” segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi. 



Með kaupunum fylgja samningar um rekstrarþjónustu við Accountor Group sem tryggja Advania í Finnlandi umfangsmikil verkefni á komandi misserum.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.