Nýjasta nýtt - 22.05.2014

Advaniakonur sækja í sig veðrið

Hlutfall kvenna eykst og þeim fjölgar í hópi lykilstarfsmanna.

Helstu atriði:
  • Um 2.200 hafa sótt um starf hjá Advania það sem af er ári
  • Sprenging í sumarumsóknum 
  • Hlutfall kvenna eykst og þeim fjölgar í hópi lykilstarfsmanna
  • Konur hafa áhuga á gagnaveri Advania
Algjör sprenging hefur orðið í fjölda umsókna hjá Advania, en ríflega 2.200 manns hafa sótt um starf hjá fyrirtækinu það sem af er ári. Þar af eru ríflega 1.200 sumarumsóknir og er það met frá fyrri árum. „Við höfum verið að horfa á jafna og þétta aukningu umsókna, en það má segja að í mars/apríl hafi orðið sprenging þegar ríflega 1.200 námsmenn sóttu um sumarstarf,“ segir Ægir Már Þórisson, framkvæmdastjóri mannauðsmála Advania.

40% nýráðninga eru konur

Advania á Íslandi hefur þegar ráðið til sín fimmtíu nýja starfsmenn á árinu, þar af eru 40% konur. Hjá Advania starfa um 1.000 starfsmenn, 600 hér á landi auk 400 í Svíþjóð og Noregi. Um 30% starfsmanna Advania eru konur, en í lykilstjórnandahópi fyrirtækisins eru 32% konur og hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn er um 40%. 

Konur hafa áhuga á gagnaveri Advania

Í síðustu viku heimsóttu ríflega 100 félagsmenn félagsins Konur og tækni,  gagnaver Advania, sem staðsett er í Hafnarfirði. Mikill áhugi er á þessari þjónustu og var það Gestur G. Gestsson forstjóri Advania og Ragnhildur Ágústsdóttir forstöðumaður hýsingar og rekstrar sem héldu stutt erindi. Hópurinn skoðaði síðan gagnaverið undir leiðsögn Benedikts Gröndals, forstöðumanns gagnavera Advania.  Markmið félagsins Konur í tækni er að hvetja konur til að taka þátt í tæknigeiranum með virkari hætti en gert hefur verið. 


        

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.