Nýjasta nýtt - 07.03.2012

Afkoma Advania 2011

35% vöxtur í EBITDA og hlutfall erlendra tekna yfir 60%

Velta samstæðu Advania hf. nam 24,5 milljörðum króna á árinu 2011 miðað við 22,1 milljarð árið áður, ef miðað er við sambærilegan rekstur, en það er 11% vöxtur. Hagnaður samstæðunnar fyrir vexti, skatta og afskriftir  (EBITDA) nam 1.068 milljónum króna samanborið við 790 milljónir árið áður. Vöxtur EBITDA milli ára nemur 35%. Eigið fé samstæðunnar í árslok 2011 nam 3.506 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall 21,4%.


VÖXTUR OG JÁKVÆÐAR HORFUR

„Það segir sig sjálft að 35% vöxtur í EBITDA og 11% í tekjum er góð frammistaða í krefjandi árferði. Þetta er talsverður vöxtur og tekjur eru umfram væntingar. Öll félög innan samstæðunnar skiluðu hagnaði á árinu að undanskildu Advania í Noregi. Áætlun fyrir 2012 lítur einnig vel út en hún gerir ráð fyrir að velta ársins verði 25,4 milljarðar og EBITDA um 1,4 miljarðar. Það verður svipaður vöxtur milli ára, ef áætlun gengur eftir,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

GÓÐUR ÁRANGUR

„Hluthafar Advania eru mjög ánægðir með þann árangur sem náðst hefur í rekstri félagsins. Mikill vöxtur var í EBITDA og tekjum og gott starf hefur verið unnið við samþættingu félagsins. Hlutfall erlendra tekna er liðlega 60% hjá Advania-samstæðunni í dag og fer vaxandi. Félagið hefur yfir að ráða afar öflugum stjórnendum og starfsfólki og það eru því spennandi tímar framundan hjá Advania,“ segir Finnbogi Jónsson, nýkjörinn stjórnarformaður Advania.


Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.