Nýjasta nýtt - 11.6.2019 15:00:00

Aukin þjónusta á sviði kerfisrekstrar á Norðurlandi

Aron Örn Sigurðsson hefur verið ráðinn til Advania á Sauðárkróki. Hann mun sjá um rekstur tölvukerfa og notendaþjónustu á svæðinu.

Aron Örn Sigurðsson hefur verið ráðinn til Advania á Sauðárkróki. Hann mun sjá um rekstur tölvukerfa og notendaþjónustu á svæðinu.

Ráðning Arons þýðir að Advania á Sauðárkróki getur nú veitt fyrirtækjum á Norðurlandi umfangsmeiri þjónustu en áður. Hingað til hafa verkefnin að mestu tengst viðskipta- og bókhaldskerfinu NAV en með komu Arons eykst fjölbreytileiki þeirra til muna. Nú getur Advania á Sauðárkróki til að mynda séð um hönnun og rekstur flókinna UT-kerfa og veitt fyrirtækjum á svæðinu útstöðvaþjónustu. 

Aron er uppalinn á Sauðárkróki og þekkir vel til í sveitarfélaginu. Hann hefur starfað samfleytt við kerfisrekstur undanfarin níu ár en áður starfaði hann í vettvangsþjónustu hjá Símanum. Aron býr yfir mikilli reynslu af rekstri skýjalausna og hefur mikinn áhuga á notkun sjálfvirknivæðingarlausna. „Ég hef sérstakt dálæti á að nýta sjálfvirkni til að einfalda störf, t.d. með aðstoð Powershell,“ segir hann aðspurður. Hann bætist nú í hóp öflugra starfsmanna Advania og er þegar farinn að starfa að verkefnum sem tengjast Heilbrigðisstofnun Norðurlands. 

Hann telur mikil verðmæti felast í því að fyrirtæki á svæðinu hafi greiðan aðgang að sérhæfðri þekkingu. „Við sinnum fjölmörgum verkefnum í fjarþjónustu en það er alltaf gott að geta leitað til sérfræðinga á staðnum. Þannig getum við gert þjónustuna persónulegri og árangursíkari,“ segir Aron. Hann segist sjá mikil tækifæri í UT-rekstri á norðvesturhorninu. „Hér er fjöldinn allur af flottum fyrirtækjum sem ég hlakka til að kynnast betur og veita framúrskarandi þjónustu."

 

 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.