Fréttir - 4.5.2020 09:52:00

Aukin velta hjá Advania á Íslandi

Tekjur Advania á Íslandi numu 15,5 milljörðum króna á árinu 2019 og jukust um 2% á milli ára. Rekstrarhagnaður (EBIT) dróst saman um tæp 6%, fór úr 787 milljónum króna árið 2018 í 741 milljónir króna árið 2019. Heildar hagnaður af starfseminni árið 2019 var 486m á móti 557m árið 2018.

Tekjur Advania á Íslandi numu 15,5 milljörðum króna á árinu 2019 og jukust um 2% á milli ára. Rekstrarhagnaður (EBIT) dróst saman um tæp 6%, fór úr 787 milljónum króna árið 2018 í 741 milljónir króna árið 2019. Heildar hagnaður af starfseminni árið 2019 var 486m á móti 557m árið 2018.

„Árið í fyrra var kaflaskipt í okkar rekstri. Fyrri hluti ársins einkenndist af talsverðri óvissu í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Fyrirtæki héldu að sér höndum og verkefni töfðust aðeins inn í árið. Á fyrri helmingi ársins var ráðist í hagræðingaraðgerðir sem skiluðu sér í mun betri afkomu á seinni hluta ársins. Þegar uppi var staðið reyndist seinni árshelmingur sá besti í sögu félagsins.
2020 fór vel af stað og fyrstu mánuðir ársins lofa góðu. Advania hefur eins og önnur fyrirtæki fundið fyrir óvissunni sem Covid-19 faraldurinn hefur skapað. Í því ástandi hefur tæknin hinsvegar leikið algjört lykilhlutverk og hefur eftirspurn eftir ýmiskonar þjónustu Advania aukist. Meðal annars eftir þjónustu við fjarfundalausnir, veflausnir og vefverslanir. Á ýmsum öðrum sviðum ríkir hins vegar meiri óvissa,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.