Nýjasta nýtt - 6.10.2018 10:07:00

Baldvin Þór forstöðumaður hjá Advania

Baldvin Þór Svavarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu hjá Advania.

Baldvin Þór Svavarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu hjá Advania.

Baldvin Þór er forstöðumaður nýs teymi sem sérhæfir sig í lausnum á sviði rafrænnar stjórnsýslu. Verkefnin fela í sér að einfalda verkferla í opinberri stjórnsýslu með rafrænum lausnum, þar á meðal með rafrænu undirskriftalausninni Signet. Hún gegnir veigamiklu hlutverki í starfrænni umbreytingu fyrirtækja og stofnanna. Baldvin Þór er með BS gráðu í tölvunarfræði og hefur starfað hjá Advania og forverum fyrirtækisins í 16 ár, þar á meðal sem deildarstjóri í samþættingu síðastliðin 10 ár.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.