Nýjasta nýtt - 16.09.2013

Dell bætir enn þjónustuna á Íslandi með ProSupport

Dell kynnti á Haustráðstefnu Advania fyrir skömmu samning sem fyrirtækin hafa gert með sér um svokallaða ProSupport-þjónustu en Advania og forveri þess hafa um langt árabil verið þjónustuaðili Dell á Íslandi.

Dell kynnti á Haustráðstefnu Advania fyrir skömmu samning sem fyrirtækin hafa gert með sér um svokallaða ProSupport-þjónustu en Advania og forveri þess hafa um langt árabil verið þjónustuaðili Dell á Íslandi. Með ProSupport mun öll þjónusta við viðskiptavini Dell verða enn öflugri en áður. Með ProSupport er tryggt að varahlutir berist strax næsta virka dag séu þeir ekki fyrir hendi á Íslandi. Með þessari nýju þjónustu er einnig tryggt að viðskiptavinir njóti í neyðartilvikum þjónustu sérfræðings innan fjögurra klukkustunda frá þjónustubeiðni.

Tímamótasamningur

Samningurinn markar um leið tímamót í endurskipulagningu Dell á þjónustu sinni við viðskiptavini í náinni samvinnu við Advania. Með ProSupport hefur Dell eflt varahlutalager sinn á Íslandi og sérfræðiþjónustan er nú enn öflugri en áður, m.a. með símaþjónustu allan sólarhringinn. Samhliða hyggst Advania kynna notendum Dell aukið framboð þjónustu. Fyrir tilstilli ProSupport hafa Dell-notendur á Íslandi aðgang að stuðningsneti á annað þúsund sérfræðinga í þremur þjónustu-miðstöðvum og varahlutalager í Glasgow sé hans þörf.

„Með ProSupport munu viðskiptavinir okkar á Íslandi nú til fullnustu njóta allra kosta þjónustunnar sem Dell býður upp á og standa þannig jafnfætis notendum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Dell leggur áherslu á að bjóða sérfræðiþjónustu sem hentar rekstrarumhverfi viðskiptavinanna. Hluti af bættri þjónustu okkar felst í margvíslegum valkostum í ábyrgð og ráðgjöf. Markmiðið er að viðskiptavinir njóti alls þess ávinnings sem lausnir Dell fela í sér. ProSupport þjónustan okkar er staðfesting þess að við viljum veita íslenskum neytendum allt það besta sem við höfum upp á að bjóða,“ segir David Spruyt, svæðissölustjóri Dell á Íslandi.

Betri þjónusta - aukið öryggi

„Við hjá Advania erum afar ánægð og stolt yfir því að geta boðið viðskiptavinum okkar á Íslandi Dell ProSupport. Innleiðing á þjónustuframboðinu hérlendis er rökrétt framfaraskref í samstarfi Dell og Advania á Íslandi. Notendum Dell búnaðar stendur til boða betri þjónusta og meira rekstraröryggi en áður hefur verið völ á hérlendis. Þjónustuinnviðir Advania og sérfræðingar okkar hafa nú undirgengist strangar kröfur og vottanir til þess að tryggja gæðu þjónustu við íslenska viðskiptavini.  Bætt þjónusta mun án efa auka á ánægju viðskiptavina okkar á Íslandi og auka jafnframt áhuga kröfuhörðustu kaupenda á búnaði frá Dell,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, forstöðumaður hjá Advania.

Um Dell

Dell Inc. (Auðkenni á NASDAQ: DELL) kappkostar að hlusta á viðskiptavini sína og veita þeim nýstárlegar tæknilausnir og þjónustu til að aðstoða þá við að má markmiðum sínum. Dell þróar og selur fjölþættar lausnir á sviði vél- og hugbúnaðar og veitir jafnframt margvíslega ráðgjöf á sviði viðskiptaþróunar. 

Nánari upplýsingar veitir: Zhanna Boguslavskaya, Dell Inc.
Sími:  +38 050 3523941

 


Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.