Nýjasta nýtt - 15.2.2019 15:50:00

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Þeir Einar og Jón Brynjar hafa báðir starfað hjá Advania um nokkurra ára skeið og hafa víðtæka reynslu hvor á sínu sviði.
Einar leiðir nú nýtt svið þjónustu- og markaðsmála, sem hefur það hlutverk að samþætta víðtæka þjónustu félagsins og tryggja jákvæða upplifun viðskiptavina. Einar hefur starfað hjá Advania í átta ár og hefur 20 ára stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hann gegndi áður starfi forstöðumanns þjónustuupplifunar Advania þar sem hann stýrði margvíslegum aðgerðum á sviði þjónustu. Einar er tölvunarfræðingur að mennt með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík.

Jón Brynjar tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Hann hefur starfað hjá Advania í tæp fjögur ár og gegndi áður starfi forstöðumanns fjármálasviðs fyrirtækisins. Hann hefur leitt tekju- og kostnaðarskráningu Advania, uppgjörsvinnu ásamt innri og ytri greiningarvinnu. Jón Brynjar er með meistaragráðu í fjármálum og stefnumótandi stjórnun frá Copenhagen Business School.

„Þær breytingar sem við erum að gera á skipulagi félagsins hafa það að markmiði að gera okkur enn beittari í sókn út á markaðinn og mun betur í stakk búin til að mæta kröfum okkar viðskiptavina um faglega og árangursríka ráðgjöf og þjónustu á sviði upplýsingatækni. Í nútíma rekstrarumhverfi þurfa fyrirtæki og stofnanir á  öflugum samstarfsaðila í upplýsingatækni að halda og það er okkar einlægi ásetningur að vera sá aðili,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

Framkvæmdastjórn Advania skipa þau Ægir Már Þórisson forstjóri, Anna Björk Bjarnadóttir, Kristinn Eiríksson, Sigrún Ámundadóttir, Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson.


Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.