Fréttir - 13.2.2020 14:37:00

Einstök þekking á þráðlausum netkerfum

Stefan Johannes Van Nierop netkerfasérfræðingur Advania, hlaut á dögunum eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Stefan er nú einn af helstu sérfræðingum landsins á sviði þráðlausra netkerfa og tækni.

Stefan Johannes Van Nierop netkerfasérfræðingur Advania, hlaut á dögunum eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Stefan er nú einn af helstu sérfræðingum landsins á sviði þráðlausra netkerfa og tækni.

Við hjá Advania erum stolt af Stefani sem hefur öðlast hina svokölluðu CCIE-W gráðu (Cisco Certified Internetworking Expert - Wireless) eftir strangt próf á vegum Cisco. Stefan hefur viðað að sér gríðarlegri sérþekkingu og er nú annar á landinu með vottun á þessu sviði frá Cisco.

Þekking Stefans nýtist vel í netdeild Advania sem rekur og hýsir netkerfi fjölmargra fyrirtækja og stofananna.

Cisco er leiðandi fyrirtæki í heiminum á sviði netbúnaðar og netöryggislausna. Fyrirtækið stendur fyrir ýmiskonar þjálfun og námi þar sem strangar kröfur eru gerðar til þátttakenda.
Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi eru farin að útvista rekstri netkerfa til sérhæfðra þjónustufyrirtækja, á borð við Advania. Þróunin gerist í takt við að starfsemi fyrirtækja færist í auknum mæli upp í skýið. Samhliða því aukast kröfur um stöðugan uppitíma og öryggi netkerfa. Gríðarlegur vöxtur hefur orðið í þeim hluta þjónustu Advania sem snýr að rekstri, hýsingu, vöktun og ráðgjöf á netkerfum fyrirtækja.

„Sífellt fleiri upplýsingakerfi og notendur treysta alfarið á þráðlaus netkerfi. Á sama tíma eru gerðar auknar kröfur um gagnaöryggi. Aðeins vel hönnuð þráðlaus net tryggja öruggan aðgang að netinu,“ segir Stefan.
Netdeild Advania hefur fjórfaldast á tveimur árum og skipar nú um 35 tæknimenn og sérfræðinga sem annast sólarhringsvöktun á kerfum fjölmargra fyrirtækja. Öryggisráðstafanir úreldast hratt og því getur það verið fyrirtækjum nauðsynlegt að hafa öflugan hóp sérfræðinga til að tryggja öryggi sinna kerfa.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.