Nýjasta nýtt - 19.03.2012
Fundur um framtíð flýtibíla
Advania tekur þátt í að setja á laggirnar nýtt samgöngukerfi.
Fundur um framtíð flýtibíla á Íslandi verður haldinn í Tjarnarbíói þriðjudaginn 20. mars kl. 15 - 16.30. Fjallað verður um samgöngur, kostnað við að eiga bíl og hugmyndir um innleiðingu á flýtibílum á Íslandi. Markmiðið er að setja á laggirnar nýtt samgöngukerfi og auka þannig valkosti í samgöngum. Fundurinn er öllum opinn án endurgjalds.
HVAÐ ERU FLÝTIBÍLAR?
Þjónusta með flýtibíla er að finna víða erlendis og felst í því að hægt sé að leigja bíla til lengri eða skemmri tíma.
HVERJIR STANDA FYRIR FUNDINUM
Aðstandendur verkefnisins eru fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á laggirnar flýtibílaþjónustu á Íslandi, til að geta nýtt hvort heldur sem er í eigin rekstri eða fyrir starfsmenn utan vinnutíma. Að fundinum standa Landsbankinn ásamt fyrirtækjunum Advania, Alcoa, Fjarðaál, Íslensk nýorka, Landspítalanum, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborg.
- Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB -Kostnaður við að eiga bíl á Íslandi.
- Kristín Soffía Jónsdóttir,varaformaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar - Samgöngur í Reykjavík.
- Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Landsbankanum - Er framtíð í flýtibílum?
- Pallborðsumræður. Auk fyrirlesara munu Ástgeir Þorsteinsson frá Frama, Sigrún Helga Lund og Einar Kristjánsson hjá Strætó taka þátt í pallborðsumræðunu.