Fréttir - 10.9.2020 13:45:00

Glimrandi góð þátttaka á Haustráðstefnu Advania

Framundan er vetur sem margir kvíða. Atvinnuleysi er hærra en oft áður. Heilu atvinnugreinarnar róa lífróður og enginn veit hvenær heimsfaraldurinn lognast útaf. Það sem við vitum þó er að undanfarna mánuði hefur upplýsingatæknin haldið samfélögum gangandi.

Framundan er vetur sem margir kvíða. Atvinnuleysi er hærra en oft áður. Heilu atvinnugreinarnar róa lífróður og enginn veit hvenær heimsfaraldurinn lognast útaf. Það sem við vitum þó er að undanfarna mánuði hefur upplýsingatæknin haldið samfélögum gangandi.

Án hennar væru skólar og vinnustaðir nánast óstarfhæfir og varla nokkra þjónustu að fá í samfélaginu. 

Eins og allir höfum við hjá Advania þurft að aðlagast breyttum aðstæðum. Í 26 ár hefur fyrirtækið haldið Haustráðstefnu um tækniframfarir í atvinnulífinu og tekið á móti þúsund gestum í Hörpu.
Veiran gerði auðvitað út um þau plön okkar í ár. Það kom samt aldrei til greina að fresta henni heldur ákváðum við að gera það sem við ráðleggjum viðskiptavinum okkar alla daga, að tækla þetta með tækninni.
Við höfum því lengi undirbúið rafræna ráðstefnu sem við bjóðum öllum áhugasömum að taka þátt í. Í ár streymum við fyrirlestrum frá Hörpunni og þátttakendur geta fylgst með á ráðstefnuvef okkar.

Þar má einnig heimsækja sýningarsvæði samstarfsaðila Advania og fylgjast með kynningum á spennandi vörum og lausnum. Yfirskrift ráðstefunar í ár er „Tæklum þetta með tækninni“ og rauði þráðurinn í erindunum er óhjákvæmilega tíðarandinn.

28 fyrirlestrar verða fluttir fimmtudag og föstudag og þeir verða aðgengilegir á vefnum okkar í heila viku.
Við höfum lagt mikla vinnu í að skapa skemmtilega upplifun fyrir þátttakendur, eins og við værum öll saman komin í Hörpu. Hægt er að senda spurningar á fyrirlesara og stundum gefst fyrirlesurum tími til að svara þeim í sjálfu erindinu.

Við sjáum gríðarlega mikinn heimsóknarfjölda strax á fyrstu klukkustundum Haustráðstefnunnar og áttum okkur á því að því fylgja fjölmargir kostir að færa ráðstefnuna á vefinn. Nú höfum við pláss fyrir margfalt fleiri gesti en áður og við getum líka sent út fyrirlestra frá ótal mismunandi stöðum í heiminum. Satt að segja hefur ráðstefnan ekki verið fjölmennari í 26 ár!

Við fögnum því jákvæða sem breytt vinnuumhverfi hefur knúið okkur til að læra. Eftir undanfarna mánuði erum við betur í stakk búin til að halda rafræna viðburði, miðla þekkingu og eiga í gagnvirkum samskiptum í stafrænum heimi við gesti okkar.
Við þökkum frábærar viðtökur við Haustráðstefnu Advania. Við erum staðráðin í að læra af þessari tilraun og efla okkur í ráðstefnuhaldi og halda stuðinu uppi á www.haustradstefna.is 

Markaðsteymi Advania


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna á Íslandi. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.