Fréttir - 25.5.2020 00:44:00

HP tölvur nú hjá Advania

Advania og HP hafa gert með sér samstarfssamning um að Advania hefji sölu á tölvubúnaði frá HP. HP er einn stærsti tölvuframleiðandi í heimi og nú fæst breið vörulína af far- og borðtölvum hjá Advania.

Advania og HP hafa gert með sér samstarfssamning um að Advania hefji sölu á tölvubúnaði frá HP. HP er einn stærsti tölvuframleiðandi í heimi og nú fæst breið vörulína af far- og borðtölvum hjá Advania.

Viðskiptavinir geta því gert ítarlegan samanburð á eiginleikum tölvubúnaðar í vefverslun Advania og fundið vörur sem mæta þeirra þörfum, óháð framleiðanda. Í vefversluninni er einnig gríðarstórt úrval frá Dell.

Advania er einn stærsti samstarfsaðili HP í Skandinavíu og hafa fyrirtækin unnið saman um langa hríð í Svíþjóð og Danmörku. Nú nær samstarfið einnig til Íslands og því getur Advania nú boðið fyrirtækjum og stofnunum hér á landi HP búnað á samkeppnishæfu verði.

„Markmið Advania er að reka bestu fyrirtækjavefverslun landsins og vörur frá HP gera hana enn betri. Við bjóðum viðskiptavinum upplýsingatækniþjónustu þar sem rekstrarábyrgð er alfarið í okkar höndum og greitt er fast gjald á hvern notanda eða tæki. Viðskiptavinir vilja hafa val um tölvubúnað og það er frábært að geta boðið þeim vörur frá bæði HP og Dell, tveimur stærstu tölvuframleiðendum í heimi,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Frá því Advania lokaði verslun sinni í Guðrúnartúni og flutti hana alfarið í stafræna heima, hefur veltan og aðsóknin margfaldast. Vefverslun Advania er orðin ein stærsta tölvuvefverslun á landinu. Þar hafa viðskiptavinir yfirlit yfir viðskiptasögu sína, fyrri búnaðarkaup og sérkjör.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.