Fréttir - 13.3.2020 14:38:00

Hækkað viðbúnaðarstig hjá Advania

Vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar mun Advania færast á viðbúnaðarstigi 3 (hættustig) frá og með mánudeginum 16. mars samkvæmt ákvörðun viðbragðsteymis félagsins.

Vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar mun Advania færast á viðbúnaðarstigi 3 (hættustig) frá og með mánudeginum 16. mars samkvæmt ákvörðun viðbragðsteymis félagsins.

Í viðbragðsteymi félagsins sitja Ægir Már Þórisson, forstjóri, Hinrik Sigurður Jóhannesson, mannauðsstjóri, Þóra Tómasdóttir, fjölmiðlafulltrúi, Sigurður Sæberg Þorsteinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna og Jón Brynjar Ólafsson, fjármálastjóri. Teymið tekur stuttan samhæfingarfund í lok hvers dags, leggur mat á upplýsingar sem tiltækar eru og gerir viðeigandi ráðstafanir.

Á viðbúnaðarstigi 3 eru umgengnisreglur sem takmarka fundarhöld og aðrar samkomur starfsfólks, engar heimsóknir eru leyfðar í húasakynni Advania, ferðalögum er haldið í algjöru lágmarki og starfsfólki gert að vinna að heiman. Aðgerðir miðast við að draga úr líkum á frekari útbreiðslu, tryggja lágmarksþjónustu við mikilvæg kerfi og forgangsraða verkefnum. Breytingum í kerfum verður haldið í algjöru lágmarki og umbótaverkefni sett á bið. Einnig má gera ráð fyrir að vettvangsþjónustu verði eingöngu sinnt í algjörum neyðartilfellum.

Advania hvetur viðskiptavini til að meta hvort þörf sé fyrir sérstakar ráðstafanir s.s. fjölga VPN tengingum fyrir sína starfsmenn, tvöföldun nettenginga eða auka tölvubúnað fyrir starfsmenn. Viðskiptavinum er bent á að hafa samband við sinn tæknistjóra eða tengilið hjá Advania eða senda póst á advania@advania.is ef óskað er eftir ráðgjöf eða aðstoð. Advania leitast við að svara öllum fyrirspurnum og þjónustubeiðnum eins fljótt og auðið er en gera má ráð fyrir einhverjum töfum á afgreiðslu mála vegna mikils álags.

Advania hvetur viðskiptavini til að fylgja fyrirmælum landlæknis sem finna má á vefsíðu Embættisins, http://landlaeknir.is.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.