Nýjasta nýtt - 27.11.2014

Heimili upplýsingatækninnar opnað á Akureyri

Föstudaginn 21. nóvember opnuðum við glæsilega verslun að Tryggvabraut 10 á Akureyri.

Föstudaginn 21. nóvember opnuðum við glæsilega verslun að Tryggvabraut 10 á Akureyri. Eins og í verslun Advania að Guðrúnartúni 10 í Reykjavík og í vefverslun á advania.is er lögð áhersla að bjóða viðskiptavinum allt það besta og nýjasta í upplýsingatækni. Af þessu tilefni fengum við fjölda góðra gesta í heimsókn á opnunardeginum og var mikil ánægja með nýju verslunina hjá þeim.

„Það er okkur sönn ánægja að opna nýja og endurbætta verslun og með henni eflum við þjónustu okkar við Akureyringa og Norðlendinga enn frekar,“ segir María Hólmfríður Marinósdóttir verslunarstjóri Advania á Akureyri. „Hér er mikill gestagangur og stundum minnir stemningin á kaffihús eða félagsheimili og þannig viljum við hafa það,“ bætir María við. 

THG arkitektar eiga veg og vanda að hönnun verslunarinnar sem er aðgengileg og skemmtileg fyrir þá sem þangað koma. Advania er með um 30 starfsmenn á starfsstöð sinni á Akureyri og starfa þeir á öllum sviðum upplýsingatækninnar. 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.