Blogg - 10.6.2015 08:34:00

Hvernig velur Microsoft samstarfsaðila ársins?

Eins og fram hefur komið hefur Microsoft valið Advania sem samstarfsaðila ársins, Partner of Year, 2015. Þetta er mikill heiður enda er samkeppnin hörð á þessum markaði.

Eins og fram hefur komið valdi Microsoft Advania sem samstarfsaðila ársins, Partner of Year á Íslandi 2015. Þetta er mikill heiður enda er samkeppnin hörð á þessum markaði. Advania fær þessa eftirsóttu viðurkenningu að stórum hluta fyrir að bjóða viðskiptavinum, eitt upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi, sterkt og heildstætt þjónustuframboð Microsoft skýjalausna sem snertir á öllum þremur meginþáttum helstu vöruflokka Microsoft, þ.e. skrifstofulausnum til aukinnar framleiðni, viðskiptalausnum sem uppfylla þarfir nútímafyrirtækja og hagkvæmt tölvuumhverfi til upplýsingatæknireksturs. Hér er átt við:

  • Office 365 í áskrift
  • Dynamics NAV og TOK bókhald í áskrift
  • Advania Business Cloud sem byggir á Azure Pack og Hyper-V

En hvernig fer valið á samstarfsaðila ársins fram? Við hittum Heimi Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra Microsoft og hann sagði okkur frá hvernig Microsoft stendur að þessu vali, af hverju Advania fékk titilinn í ár og hvað sé framundan í Microsoft lausnum.

 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.