Nýjasta nýtt - 03.09.2012

ÍSÍ semur við Advania um hýsingu, rekstur og vefsvæði

ÍSÍ hefur samið við Advania um viðamikla rekstrarþjónustu og útvistun á sviði upplýsingatækni.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur samið við Advania um viðamikla rekstrarþjónustu og útvistun á sviði upplýsingatækni. Um er að ræða hýsingu og rekstur Advania á skrifstofukerfum ÍSÍ og fjölda aðildarfélaga sambandsins. Samhliða þessu hefur ÍSÍ samið við Advania um hönnun og hýsingu á nýju vefsvæði fyrir sambandið.

ÍSÍ þarf hagkvæmni og hátt þjónustustig

„ÍSÍ leggur mikið upp úr því að vanda til vals á samstarfsaðilum og birgjum í því skyni að tryggja hagkvæmni og hátt þjónustustig. Við gengum til samstarfs við Advania þar sem tilboð þeirra mætti þessu markmiðum okkar og náði til óvenju margra þátta í okkar upplýsingatækniumhverfi. Við væntum mikils af samstarfinu og ég er viss um að það verður farsælt,“ segir Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ.

Framsækin og útsjónarsöm notkun á upplýsingatækni

„ÍSÍ er heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og svo umfangsmikið hlutverk kallar á framsækna og útsjónarsama notkun á upplýsingatækni. Advania hefur á undanförnum misserum þróað mjög öflugt lausnamengi á sviði rekstrarþjónustu og veflausna og við teljum þennan samning til marks um góða stöðu okkar í þeim efnum. ÍSÍ sýnir okkur mikið traust með svo viðamiklum samningi og það er tilhlökkunarefni að standa undir þeim væntingum," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.