Nýjasta nýtt - 19.7.2018 10:38:00

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Matvörumarkaðurinn á Íslandi hefur tekið stórum breytingum að undanförnu. Aðeins liðu örfáir mánuðir frá því fyrsti sjálfsafgreiðslukassinn var settur upp í matvöruverslun á Íslandi í vor, þar til þrjár af fjórum helstu matvörukeðjum landsins höfðu tryggt sér samskonar búnað.
Hann er framleiddur af NCR sem er leiðandi á heimsmarkaði í afgreiðslulausnum. Advania selur og þjónustar afgreiðslukerfið en það er þaulprófað um allan heim og er mjög einfalt í notkun.

Neytendur hafa því sýnt mjög jákvæð viðbrögð við lausnunum og innleiðingin á íslenskum markaði hefur gengið vonum framar. Á næstu misserum verða sjálfsafgreiðslulausnir settar upp í fleiri verslunum um landið en markmiðið með þeim er að draga úr álagi á háannatímum og minnka biðraðir við afgreiðslu.
Komið hefur bersýnilega í ljós á árinu að stór hluti viðskiptavina kýs að nýta sér skilvirkar sjálfsafgreiðslulausnir. Af þeim sökum hlaut Advania nýsköpunarverðlaun frá NCR á dögunum fyrir framúrskarandi árangur í innleiðingu og kynningu á nýjum lausnum á markaði.

„Matvörumarkaðurinn á Íslandi hefur tekið hratt við sér og stigið stór skref til að mæta nútímakröfum neytenda. Viðbrögð neytenda við sjálfsafgreiðslulausnum hafa verið mjög jákvæð og er það algjörlega í takt við reynslu nágrannaríkja okkar. Við fögnum því að þessar einföldu lausnir geti dregið úr álagi í verslunum og að fólk geti verið eldsnöggt að versla í matinn,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.