Nýjasta nýtt - 08.12.2014

Jólalegur morgunverðarfundur á föstudaginn

Allt sem þú vildir vita um jólin en þorðir ekki að spyrja.

Vanilluskyr, mandarínur, ferskjur, banani og kanill leika aðalhlutverkið í jólaboostinu sem boðið verður upp á - á nýstárlegum jólamorgunverðarfundi sem haldin verður hjá Advania næsta föstudag. Í aukahlutverki, en ekki síður mikilvægt, verða gómsætar randalínur og eðal heimabakaðar smákökur að hætti matreiðslumanna Advania. Þetta er ekki það eina sem boðið verður upp á því jólalegri fyrirlestrar hafa án ekki ekki verið haldnir innan veggja Advania. Fundurinn á föstudaginn er sextándi morgunverðarfundurinn sem haldinn verður hjá Advania á þessu ári. 

Eins og svo oft áður þá hefur Gestur forstjóri Advania leikinn og býður góðan daginn. Hinn stórskemmtilegi Ragnar Már starfsmaður Advania stígur næstur á svið og fer yfir jólin í tölum. Í þeim fyrirlestri og þeim næsta sem Stefán Pálsson sagnfræðingur heldur verður líklega að finna ýmsar tilgangslausar staðreyndir um jólin. Upplýsingar sem hægt verður að nota í öllum jólaboðunum sem framundan eru. 

Átt þú fótanuddtæki inn í geymslu?
"Gríðarlegar uppljósranir hafa verið gerðar í þessari rannsóknarvinnu minni að undanförnu en ætli fótanuddtækið Clariol sé ekki það sem kemur fyrst upp í kollinn á fólki þegar það hugsar út í þetta. " sagði Stefán 

Jóna Hrönn Bolladóttir á svo sviðið í lokin. Jóna Hrönn er þekkt fyrir að tala um það sem skiptir máli og það er það sem hún ætlar að gera. 

Meðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs tekur á móti gestum með jólatónum. 


Hvar og hvenær
Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni 10, 105 Reykjavík föstudaginn 12. desember. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.