Nýjasta nýtt - 06.05.2014
Konur í tækni kíkja á tölvuskýin hjá Advania
Konur í tækni koma í heimsókn í gagnaver Advania í Hafnarfirði
Konur eru hvattar til þess að taka virkan þátt í tæknigeiranum
Miðvikudaginn 14. maí næstkomandi kl. 17:00 fáum við Konur í tækni í heimsókn til okkar í gagnaver Advania í Hafnarfirði. Þetta skemmtilega félag hefur það að markmiði að hvetja konur til að taka virkan þátt í tæknigeiranum og hefur starfsemi þess verið mjög virk undanfarið. Það er því sönn ánægja að taka á móti félagskonum og öðrum gestum, enda hefur umræðan um uppbyggingu gagnavera á Íslandi ekki farið framhjá neinum.
Aukinn áhugi á „Skýinu“ drífur áfram vöxt í þessum geira auk ýmissar þjónustu til að mynda Software as a Service (SaaS), Platform as a Service (PaaS) og Infastructure as a Service (IaaS).
Græn orka og góð þjónusta
Það verða þau Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania og Ragnhildur Ágústsdóttir forstöðumaður hýsingar og reksturs hjá Advania, sem taka á móti gestum og fræða þá um hvernig Advania sameinar þekkingu, gagnaver sín og græna orku til að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og vörur.Fjölmiðlar eru velkomnir
Við bjóðum fjölmiðla velkomna á staðinn. Nánari upplýsingar veitir Elísabet Sveinsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Advania sími: 840 7145.