Nýjasta nýtt - 22.06.2012

LS Retail semur við Advania

LS Retail hefur samið við Advania um uppsetningu, hýsingu og rekstur miðlægs búnaðar.

Hugbúnaðarhúsið LS Retail hefur samið við Advania um uppsetningu, hýsingu og rekstur miðlægs búnaðar, ásamt tengdri notendaþjónustu og viðeigandi öryggisráðstöfunum.

Áræðanleiki, hagkvæmni og hátt öryggisstig

„Flest helstu upplýsingatæknifyrirtæki Íslands á sviði rekstrarlausna áttu þess kost að bjóða í verkefnið. Við undirbúning samstarfsins var lögð þung áhersla á áreiðanleika, hagkvæmni og hátt öryggisstig lausna Advania, sem er samstarfsaðili alþjóðlegra öryggislausnafyrirtækja og vottað samkvæmt gæðastöðlunum ISO 9001 og 27001. Fagmennska samstarfsaðila er lykilatriði í okkar augum. Þetta er góð niðurstaða,“ segir Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail.

LS Retail er fyrirtæki sem gerir miklar kröfur

„LS Retail er framsækið og öflugt fyrirtæki. Lausnir fyrirtækisins eru í notkun hjá 2 þúsund fyrirtækjum, sem reka yfir 39 þúsund verslanir um víða veröld. Viðskiptavinir LS Retail eru meðal annars Adidas, Hard Rock Café, Pizza Hut og IKEA. Það segir sig sjálft að viðskiptavinur líkt og LS Retail gerir miklar kröfur um vönduð vinnubrögð til sinna birgja og samstarfsaðila. Við erum hreykin að hafa orðið fyrir valinu hjá þeim í harðri samkeppni við leiðandi aðila á íslenskum markaði,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

LS Retail

Lausnir LS Retail byggja að miklu leyti á hugbúnaði frá Microsoft. Sérstök áhersla er lögð á verslunar- og veitingahúsalausnir fyrir viðskiptalausnir Microsoft Dynamics NAV. Lausnir fyrirtækisins hafa verið seldar til 130 landa, þýddar á 33 tungumál og er dreift um net 120 vottaðra samstarfsfyrirtækja í rúmlega 60 löndum. Hjá LS Retail starfa um 80 manns, þar af 10 erlendis. Dótturfélög eru starfandi í Singapore og Atlanta í Bandaríkjunum.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.