Nýjasta nýtt - 5.8.2015 15:45:00

Lærðu á nýtt og betra TOK

Glæsileg námskeiðsdagskrá fyrir haust/vetur hefur nú litið dagsins ljós. Skráning hafin.

Nú í lok sumars hefjast okkar sívinsælu TOK-námskeið, en nú verður í fyrsta sinn kennt á nýútkomna útgáfu af TOK bókhaldskerfinu. Um er að ræða stutt og hnitmiðuð námskeið sem aðstoða nýja notendur við sín daglegu TOK-störf.  Við hvetjum notendur kerfisins til að kynna sér námskeiðsdagskrána, ganga frá skráningu við fyrsta tækifæri og læra hvernig nýtt og betra TOK bókhald gerir vinnuna einfaldari og ekki síður ánægjulegri. 

Skoða dagskrá og skrá mig á námskeið 

Námskeiðin fara fram í kennslustofu Advania við Guðrúnartún 10. 
Ef áhugi er fyrir hendi á sérnámskeiðum, þ.e. námskeið sem er sniðið að þínu fyrirtæki, endilega skjóttu á okkur línu; toksala@advania.is og við svörum um hæl. 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.