Nýjasta nýtt - 08.03.2013

Latibær semur við Advania

Latibær hefur samið við Advania um prentrekstur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ.

Latibær ehf. hefur samið við Advania um prentrekstur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ. Um er að ræða heildræna útvistun á umhverfisvottaðri prentþjónustu í samvinnu við Xerox. Samningurinn felur í sér að Latibær greiðir einungis fyrir prentuð eintök og sækir allan tækjabúnað, rekstrarvöru og þjónustu til Advania.

Aukið gagnaöryggi

„Allir prentarar Latabæjar verða með aðgangsstýrðu prentkerfi sem stuðlar að auknu hagræði, betri yfirsýn og auknu gagnaöryggi. Aðgangsstýringin gerir alla útprentun þægilegri fyrir notendur þar sem þeir geta núna nálgast prentverk á hvaða tæki sem er innan fyrirtækjanetsins. Við teljum okkur vera í góðum höndum," segir Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Latabæjar.

Fyrsta flokks þjónusta

"Latibær er kröfuharður viðskiptavinur, sem hefur þörf fyrir hnökralaust aðgengi að prenturum. Þetta er lifandi vinnustaður með framsæknar kröfur á sviði upplýsingatækni. Eðli starfseminnar er sömuleiðis slíkt að það er einstaklega skemmtilegt að veita þeim fyrsta flokks þjónustu," segir Karl Jóhann Gunnarsson hjá Advania.


Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.