Fréttir - 11.5.2020 10:13:00

Leiðir samstarf Advania við Microsoft

Berenice Barrios hefur verið ráðin til Advania til að stýra nýju sviði sem annast sölu og ráðgjöf á Microsoft-lausnum.

Berenice Barrios hefur verið ráðin til Advania til að stýra nýju sviði sem annast sölu og ráðgjöf á Microsoft-lausnum.

Í þeim öru breytingum sem orðið hafa á vinnutilhögun fólks að undanförnu, hafa Microsoft-lausnir leikið stórt hlutverk í að halda starfsemi fyrirtækja gangandi. Íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli nýtt sér lausnir frá þessum stærsta samstarfsaðila Advania.

Berenice fer fyrir samstarfinu og tryggir að þjónusta við viðskiptavini Advania verði enn betri. Hún hefur starfað við sölu og ráðgjöf á Microsoft-vörum undanfarinn áratug og hefur á þeim tíma sex sinnum unnið til verðlauna frá Microsoft.

Hún er fædd og uppalin í Mexíkó þar sem hún lauk BA-gráðu í markaðsfræði og öðlaðist fjölbreytta reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hún flutti til Íslands fyrir sex árum síðan og hefur starfað hjá Origo undanfarin fimm ár, síðast sem vörustjóri Microsoft-lausna. Þar á undan vann hún hjá Groupo Scanda í Mexíkó-borg við leyfismál, innleiðingu og ráðgjöf á Microsoft-lausnum.

„Það er mikill fengur að fá Berenice til liðs við Advania með þekkingu og reynslu sem mun koma viðskiptavinum fyrirtækisins vel,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.