Nýjasta nýtt - 09.03.2012
Ný stjórn Advania
Finnbogi Jónsson stjórnarformaður og Skúli Mogensen nýr í stjórn
Ný stjórn Advania hf. var kjörin á aðalfundi félagsins hinn 7. mars 2012.
Aðalmenn eru þau Anna Rún Ingvarsdóttir, Einar Páll Tamimi, Finnbogi Jónsson, Skúli Mogensen og Þór Hauksson. Varastjórn skipa Erna Eiríksdóttir og Egill Tryggvason. Nýr stjórnarformaður er Finnbogi Jónsson.
Aðalmenn eru þau Anna Rún Ingvarsdóttir, Einar Páll Tamimi, Finnbogi Jónsson, Skúli Mogensen og Þór Hauksson. Varastjórn skipa Erna Eiríksdóttir og Egill Tryggvason. Nýr stjórnarformaður er Finnbogi Jónsson.
Þeir Skúli og Egill eru nýir í stjórn félagsins, en úr stjórn gengu þeir Þorsteinn G. Gunnarsson fráfarandi stjórnarformaður og Gísli Hjálmtýsson.
Aðaleigandi Advania í dag með um 75% eignarhlut er Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu sextán lífeyrissjóða, en einnig eru liðlega 40 aðrir hluthafar í félaginu. Þeirra stærstur er fjárfestingafélagið Títan með liðlega 5% hlut.