Fréttir - 29.4.2020 09:49:00

Nýr sérfræðingur í fjarfundatækni

Sigurgeir Þorbjarnarson hefur hafið störf hjá Advania til að leiða sókn fyrirtækisins á sviði fjarfunda- og samvinnulausna.

Sigurgeir Þorbjarnarson hefur hafið störf hjá Advania til að leiða sókn fyrirtækisins á sviði fjarfunda- og samvinnulausna.

Hann starfar á rekstrarlausnasviði Advania og veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um allt sem viðkemur fjarvinnu.
Nú þegar atvinnulífið býr sig undir endurkomu starfsmanna inn á vinnustaði hefur eftirspurn eftir öflugri fjarfundatækni aukist hratt. Advania leggur mikla áherslu á að aðstoða stór og smá fyrirtæki með lausnir á þessu sviði.

Sigurgeir hefur víðtæka reynslu úr upplýsingatæknigeiranum og hefur verið tæknilegur ráðgjafi fjölmargra stórra fyrirtækja. Undanfarin ár hefur hann starfað sem lausnaráðgjafi hjá Sensa. Þar á undan vann hann hjá Dimension Data í Luxemburg, Landsbankanum og Vodafone.
Sigurgeir er með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og CCNA og CCNP gráður frá Cisco.
Viðskiptavinir Advania njóta góðs af af þekkingu Sigurgeirs á sviði fjarfundabúnaðar og lausna nú þegar auknar kröfur eru gerðar um gæði og öryggi rafrænna samskipta. 

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.