Nýjasta nýtt - 10.7.2015 14:45:00

Öflug afgreiðslukerfi Advania bæta þjónustuna

Advania innleiddi ný kerfi í Grandaúibú Íslandsbanka

Þegar Íslandsbanki hóf vinnu við opnun nýs útibús við Fiskislóð á Granda var markmið sett um að búa til öfluga fjármálamiðstöð með áherslu á ráðgjöf. Hönnun útibúsins og virkni þess átti að taka mið af breyttum áherslum í þjónustu, einkum því að leggja megin áherslu á ráðgjafaþjónustu, og auka möguleika viðskiptavina til sjálfsafgreiðslu við einfaldari aðgerðir. 

Í þessu skyni leitaði Íslandsbanki til Advania um kaup og innleiðingu á búnaði sem myndi uppfylla kröfur bankans og væntingar. Advania státar af víðtæku úrvali afreiðslu- og hugbúnaðar, og veitir heildarlausnir á því sviði. 

Bankinn tók í notkun svokallaða innlagnarbanka þ.e. hraðbanka sem geta tekið á móti peningum til innlagnar. Að auki var afgreiðsluhugbúnaður allra hraðbanka útibúsins uppfærður og geta viðskiptavinir nú m.a. greitt reikninga, afgreitt sig sjálfir um ný PIN-númer fyrir greiðslukort, og millifært milli eigin reikninga. Advania afgreiddi bankann jafnframt um myntafgreiðsluvél, en með henni geta fyrirtæki og einstaklingar afgreitt sig sjálf um skiptimynt í rúllum og seðlum. 

Advania sá útibúinu jafnframt fyrir nýju afgreiðslukerfi og nýjum gjaldkeravélum sem auka öryggi við peningavörslu í gjaldkerastúkum til muna.

Enn ein nýjungin sem Advania útfærði fyrir útibúið var PinPad, sem gerir viðskiptavinum kleift að undirrita færslur með PIN númeri greiðslukorta sinna, og kemur í stað undirritunar á pappír. 

„Starfsfólk okkar vann mjög þétt með Íslandsbanka við undirbúning og innleiðingu. Við áttum mjög gott samstarf og erum stolt af útkomunni. Nýja útibúið er glæsilegt og búið öflugum hug- og tækjabúnaði sem kemur til með að gera upplifun viðskiptavina enn betri“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.