Nýjasta nýtt - 11.7.2018 10:28:00

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Kynnisferðir er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa borið hitann og þungan af ferðamannastraumnum til Íslands á undanförnum árum. Fyrirtækið fagnar sínu fimmtugasta starfsári í ár en á þeirri hálfu öld hefur mannauðurinn öðlast mikla þekkingu á þjónustu við ferðamenn. 

„Kynnisferðir hafa á framsækinn hátt aðlagast gjörbreyttu starfsumhverfi. Það er fyrst og fremst þekking og reynsla á ferðaþjónustu sem er grundvöllur að velgengni fyrirtækisins, ekki sérþekking á upplýsingatækni. Við hjá Advania getum séð til þess að tæknin sé í lagi,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Með nýjum samningi ábyrgist Advania að halda upplýsingakerfum Kynnisferða gangandi, tryggja stöðugleika í rekstri þeirra og þjónusta notendur kerfanna. Þannig gefst Kynnisferðum aukið svigrúm til að einbeita sér að sinni kjarnastarfsemi.
„Við komumst því að þeirri niðurstöðu að það væri hentugra fyrir okkar rekstur að útvista þessum málum til Advania, svo við getum haldið áfram að gera það sem við kunnum best,“ segir Þórarinn Þór, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Kynnisferða.

Sigurður Sæberg bendir á að sífellt fleiri fyrirtæki sjái kosti þess að úthýsa kerfisrekstri til fyrirtækja á borð við Advania sem hafa fjárfest gríðarlega til að geta veitt sérhæfða og góða þjónustu. Þeim fari því fækkandi fyrirtækjunum sem halda úti tölvudeildum sem krefjast mikils mannafla og dýrra fjárfestinga í búnaði.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.