Fréttir - 27.2.2020 10:29:00

Ölgerðin með uppfærða vefverslun

Ný vefverslun Ölgerðarinnar er í anda annarrar kynslóðar vefverslana, gagnadrifin og veitir viðskiptavinum betri yfirsýn. Vefverslunin er með þeim umfangsmeiri sem Advania hefur smíðað.

Ný vefverslun Ölgerðarinnar er í anda annarrar kynslóðar vefverslana, gagnadrifin og veitir viðskiptavinum betri yfirsýn. Vefverslunin er með þeim umfangsmeiri sem Advania hefur smíðað.

Megináhersla Ölgerðarinnar er á drykkjarvörur. Í nýrri vefverslun fyrirtækisins geta viðskiptavinir afgreitt sig sjálfir hvenær sem þeim hentar með allt frá tei til sterks áfengis. Verslunin er fyrst og fremst hugsuð sem reikningsviðskipti við veitingastaði, bari, hótel og aðra rekstraraðila. Í vefversluninni sjá viðskiptavinir kaup sín og kjör, reikningsstöðu og geta sótt allar viðskiptaupplýsingar sem þeir þurfa fyrir sinn rekstur.

Vefverslunin er með þeim stærri sem Advania hefur smíðað. Hún er í Dynamic Web umhverfinu og er samþætt við fjárhagskerfið AX. Allir ferlar voru uppfærðir svo birgðastaðan í nýju vefversluninni sé ávallt rétt. 

„Í gamla kerfinu okkar var möguleiki á að upplýsingar úreldust á vefnum og þá lenti viðskiptavinurinn í því að vörurnar sem hann vildi panta voru kannski ekki til á lager. Nú höfum við tengt öll kerfin saman og sækjum gögn frá einum stað sem veitir okkur betri yfirsýn. Við höfum einnig öflugri greiningartól og getum því veitt viðskiptavinum persónulegri þjónustu,“ segir Sæmundur Mariel Gunnarsson vefverslunarstjóri Ölgerðarinnar.

Hann segir DynamicWeb hafa hentað vel fyrir vefverslunina. „Við vildum fara í öflugra kerfi sem væri skalanlegt að þeirri vaxandi umferð sem fer í gegnum verslunina. Við erum að stíga okkar fyrstu skref í þessu kerfi og sjáum fram á að geta gert ýmislegt í því sem við gátum ekki áður. Til dæmis er tilboðsvirkni nú auðveldari og greiðslumöguleikar verða fleiri,“ segir Sæmundur.

Bríet Pálsdóttir, deildarstjóri vefverslana hjá Advania, segir nýjar vefverslanir vera gagnadrifnar og sýni öll gögn í rauntíma. Í þeim megi greina hvaðan umferðin kemur, kortleggja verslunarferil viðskiptavina og flokka vöruframboðið á einfaldan hátt.

„Vefverslun Ölgerðarinnar er gott dæmi um það sem við köllum aðra kynslóð vefverslana. Þar er meiri stuðningur við vörusölu og markaðseftirfylgni. Vefkerfi, vefverslun, vörustýring og markaðstól spilar saman og vefstrúktúrinn er alltaf miðaður að viðskiptavininum. Ölgerðin notar nú PIM-hluta DynamicWeb þar sem er vörustýringartól og gerir þeim kleift með einföldum hætti að flokka vöruframboðið og filtera eftir þörfum viðskiptavina. PIM auðveldar starfsmönnum Ölgerðarinnar að fylgja vörunum þeirra eftir með góðri yfirsýn frá ólíkum sjónarhornum. Hægt að vera með ýmsa vinnulista út frá gildum sem varan þarf að hafa. Til dæmis lista yfir vörur sem ekki hafa verið yfirfarnar í ákveðinn tíma, vantar lýsingu á og svo framvegis,“ segir Bríet.

 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.