Nýjasta nýtt - 11.01.2013

Óvenjuleg verslun við Guðrúnartún

Advania samtvinnar verslun, sýningarsal, móttöku og kaffihús

 
Advania opnar nýja verslun við Guðrúnartún í Reykjavík, laugardaginn 12. janúar. Flest þekktustu vörumerki veraldar á sviði upplýsingatækni eru meðal samstarfsaðila Advania og tekur vöruúrval í versluninni mið af þeirri staðreynd. Óvenjuleg hönnun verslunarinnar endurspeglar litríkt vörumerki Advania á afgerandi hátt.

Hagkvæm lausn

„Í versluninni samtvinnum við móttökusvæði og kaffihús við sýningarsal og verslun. Þessi aðferðafræði auðveldar mjög rekstur verslunarinnar. Það ögrandi verkefni var leyst með einfaldri og hugvitssamri hönnun þar sem hagkvæmni er höfð í hávegum. Útkoman er sérhannaður vettvangur fyrir þarfir okkar kröfuhörðu viðskiptavina,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.


Heimili upplýsingatækninnar

 „Verslunin verður nokkurs konar heimili upplýsingatækninnar; samkomustaður starfsfólks og viðskiptavina. Hún verður miðpunktur í starfsemi Advania, sem hefur 600 starfsmenn og 10 þúsund viðskiptavini hér á landi. Við setjum markið hátt, því verslunin er skipulögð til að spanna allar þarfir atvinnulífsins í upplýsingatækni með fyrsta flokks lausnum á sanngjörnu verði,“ segir Guðný Lára Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Advania.


Þægileg stemming

„Verslunarrýminu er skipt upp í svæði sem hvert hefur sína upplifun og sérstöðu í litum og efnisvali. Takmarkið er að skapa þægilega stemmningu á líflegum vinnustað fyrir bæði gesti og starfsfólk,“ segir Freyr Frostason, arkitekt verslunarinnar, sem starfar hjá THG Arkitektum. „Verslunin er einstakur staður til að sýna í verki hugmyndafræðina á bak við Advania-vörumerkið. Útkoman er spennandi stefnumót hönnunar og vörumerkis,“ segir Gunnar Þór Arnarson, hönnuður hjá Hvíta húsinu og höfundur Advania-vörumerkisins.


 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.