Nýjasta nýtt - 09.02.2015

Peter Myers kennir Power BI á Íslandi

Einn af fremstu sérfræðingum heims á sviði gagnagreininga og viðskiptagreindar (Business Intelligence), Peter Myers, kennir á tveimur námskeiðum hjá Advania í marsmánuði.

Tvö spennandi námskeið í viðskiptagreind

Einn af fremstu sérfræðingum heims á sviði  gagnagreininga og viðskiptagreindar (Business Intelligence), Peter Myers, kennir á tveimur námskeiðum hjá Advania í marsmánuði. 
 

Zero to Microsoft Power BI (18. og 19. mars)

 
Notar þú Excel til að gera skýrslur og greiningar? Þá er kjörið að sækja námskeið hjá einum af fremsta sérfræðingi heims á sviði gagnagreininga og viðskiptagreindar, Peter Myers, þann 18. og 19. mars næstkomandi. Þegar þú hefur klárað námskeiðið getur þú búið til skýrslur og greiningar eins og helstu sérfræðingar í greiningum og skýrslugerð og notar til þess Excel með Power BI viðbótum. 

Next generation Power BI (20. mars)

Á fyrirlestrardeginum er fjallað ítarlega um næstu kynslóð hugbúnaðar fyrir Power BI og má þar sérstaklega nefna Power BI Designer. Farið yfir virkni On-Premises Power BI með SharePoint 2013. Kennt á Excel Cube virkni. Samanburður á Analysis  Services Tabular og Multidimensional við Power Pivot. Almennar umræður um Microsoft BI hugbúnað.
 

Um Peter Myers

Peter Myers er þaulvanur fyrirlesari og kennari. Hann hefur þróað lausnir sem byggja á Microsoft gagnagrunnum og hugbúnaði síðan 1997. Undanfarin ár hefur Peter einbeitt sér að viðskiptagreindarlausnum frá Microsoft og sérhæft sig í samhæfingu, skýrslugerð og gagnagreiningu fyrir SQL Server og Microsoft Excel. Peter hefur margþætta reynslu úr atvinnulífinu og er með BA gráðu í hagnýtri hagfræði ásamt MCITP og MCT gráðum frá Microsoft. Hann fékk fyrst MVP gráðu (Most Valued Professional) frá Microsoft árið 2007 og hefur haldið henni allar götur síðan.

 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.