Fréttir - 2.3.2020 16:21:00

Podcast um kerfisrekstur og upplýsingatækni

NERD ALERT!

NERD ALERT! 

Sérfræðingar okkar í SPOC-inu eru stöðugt að viða að sér nýrri þekkingu og þeir fylgjast vel með því helsta sem gerist í heimi tækninnar. Nú hafa kerfisstjórarnir Heiðar Hólmberg Jónsson, Einar Örn Einarsson og Elías Sigurðsson hleypt af stað hlaðvarpsþættinum TechCast Advania sem finna má á Spotify.
Tveir þættir af tæknispjalli eru nú aðgengilegir þar sem rætt er um spennandi tækni sem vert er að fylgjast með, það nýjasta í kerfisrekstri og “best practices” í upplýsingatækni.

Í fyrsta þætti er rætt um Intune, um hvernig hægt er að setja það upp á tækjum, hvernig hugbúnaðardreifing virkar með Intune ásamt patching á Windows. 

Í öðrum þætti er farið yfir Powershell. Hvernig það tengist command prompt og linux skeljum (bash) og hvernig hægt er að koma sér af stað og læra á það. 

Hlekkir á umfjöllunarefnin fylgja með á Spotify. 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.