Blogg - 8.9.2020 15:47:00

Ráð til gesta Haustráðstefnu Advania

Nú er um að gera að setja sig í stellingar því Haustráðstefnan er handan við hornið. Við erum að tengja síðustu kaplana og spennan magnast.

Nú er um að gera að setja sig í stellingar því Haustráðstefnan er handan við hornið. Við erum að tengja síðustu kaplana og spennan magnast.

Við höfum tekið saman nokkur atriði sem vert er að hafa í huga fyrir rafræna ráðstefnu eins og þessa:

  • Kynntu þér dagskrána fyrirfram og vertu búin/n að ákveða eða taka frá tíma fyrir þá fyrirlestra sem þú vilt fylgjast með í beinni.
  • Til þess að taka þátt í Haustráðstefnunni í ár þarft þú að skrá þig inn á vef ráðstefnunnar með því netfangi sem þú notaðir við skráningu.
  • Mættu tímanlega og komdu þér vel fyrir. Við mælum með því að þú skráir þig inn 10-15 mínútum áður en fyrsti fyrirlestur hefst og kynnir þér stafrænan heim ráðstefnunnar.
  • Við mælum með því að þú notir heyrnartól. Þá verður upplifunin eins og best verður á kosið.

  • Þú getur horft á fyrirlestrana í beinni útsendingu í gegnum hvaða tæki sem er, í fartölvu, síma eða spjaldtölvu. Besta upplifunin á ráðstefnuvefnum fæst hins vegar í tölvu.
  • Það skiptir ekki máli hvaða vafri er valinn, allar nýjustu útgáfur af Chrome, Firefox. Safari, Microsoft Edge virka vel. Við mælum samt sem áður með að nota Chrome.
  • Ef þú ert með veika tengingu á þráðlausu neti þá mælum við með að þú tengir þig með netsnúru.
  • Tilvalið að samstarfsfélagar komi saman og horfi á ráðstefnuna. Munum þó að virða fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir ;)

  • Þú getur sent inn athugasemdir og spurningar meðan á fyrirlestrum stendur í gegnum spurningakerfið Slideo. Það verður sýnilegt hægra megin við útsendingagluggann. 
  • Ef þú lendir í vandræðum við að skrá þig inn eða að spila einstaka fyrirlestra, ekki hika við að hafa samband í radstefna@advania.is. Okkar fólk verður á vaktinni og svarar fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.
  • Ef þú missir af fyrirlestri í beinni, ekki örvænta! Upptökur verða aðgengilegar eftir á. 

Ráðstefnan er lifandi vettvangur til að sækja innblástur og heyra áhugaverðar reynslusögur. Sérstök áhersla verður lögð á hvernig upplýsingatæknin nýtist á tímum heimsfaraldurs og hvernig við tæklum þetta með tækninni.

Á ráðstefnuvefnum verður hægt að horfa á fyrirlestra í beinni útsendingu, skoða sýningarsvæði, kynna sér viðburði haustsins og fylgjast með hliðardagskrá.

 

Skráðu þig á ráðstefnuna! 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.