Nýjasta nýtt - 24.05.2012

SAP velur Advania samstarfsaðila ársins

Alþjóðlegi upplýsingatæknirisinn SAP hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins í SAP BusinessObjects-viðskiptagreindarlausnum.

Alþjóðlegi upplýsingatæknirisinn SAP hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins í SAP BusinessObjects-viðskiptagreindarlausnum. Advania atti kappi við tæplega sjötíu fyrirtæki í þessum flokki, jafnt á Íslandi sem í Danmörku. 

„Advania og forverar þess hafa allt frá árinu 2000 veitt viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu í viðskiptagreind og starfað í krefjandi umhverfi. Ánægjustig viðskiptavina í viðhorfskönnunum er hátt og það skýrist af góðum árangri í innleiðingum á viðskiptagreindarlausnum,“ segir í umsögn SAP.

ÖFLUGUR HÓPUR SÉRFRÆÐINGA

„Advania hefur um langt árabil unnið markvisst að uppbyggingu viðskiptagreindarteymis, sem er skipað öflugum hópi sérfræðinga sem veita ráðgjöf við stefnumótun og markmiðasetningu varðandi vöruhús gagna, gagnahreinsun, samþættingu, birtingu gagna og rekstur viðskiptagreindarumhverfis. Þessi kærkomna viðurkenning SAP er til marks um þann árangur, sem hópurinn hefur náð,“ segir Sigríður Þórðardóttir, forstöðumaður viðskiptagreindar hjá Advania.

VIÐSKIPTAGREIND

 (Business intelligence) snýst um að breyta gögnum í verðmætar upplýsingar. Þessar upplýsingar nýtast svo sem grundvöllur ákvarðanatöku stjórnenda fyrirtækja eða annarra starfsmanna. Lausnir frá SAP BusinessObjects mynda heildstætt umhverfi fyrir viðskiptagreind, allt frá samhæfingu gagna til áætlanagerðar og mælaborðs fyrir stjórnendur.

 

 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.