Samráðsgátt stjórnvalda opnuð
Ríkisstjórnin hefur opnað samráðsgátt sem ætluð er til að auka gagnsæi og áhrif almennings við ákvarðanatöku opinberra aðila. Advania hannaði og forritaði vefinn sem er að finna á slóðinni samradsgatt.Island.is Ríkisstjórnin hefur opnað samráðsgátt sem ætluð er til að auka gagnsæi og áhrif almennings við ákvarðanatöku opinberra aðila. Advania hannaði og forritaði vefinn sem er að finna á slóðinni samradsgatt.island.is
Ríkisstjórnin hefur opnað samráðsgátt sem ætluð er til að auka gagnsæi og áhrif almennings við ákvarðanatöku opinberra aðila. Advania hannaði og forritaði vefinn sem er að finna á slóðinni samradsgatt.island.is
Á samráðsgáttinni getur fólk komið sínum sjónarmiðum á framfæri um hin ýmsu mál sem ráðuneytin hafa birt til samráðs. Gáttin sýnir drög að lagafrumvörpum og reglugerðum sem öllum er frjálst að senda umsagnir eða ábendingar um. Vefurinn er aðgengilegur og veitir yfirsýn yfir málaflokka. Hægt er að gerast áskrifandi að sjálfvirkri vöktun upplýsinga, hvort eftir málefnasviði, stofnun eða tilteknu máli. Að samráðstímabili loknu er gerð grein fyrir úrvinnslu athugasemda og niðurstöðu máls. Lögð er áhersla á skýra framsetningu og auðvelda notkun.
Samráðsgáttin er ætluð bæði almenningi og hagsmunaaðilum, svo sem í atvinnulífi, félagasamtökum og fræðasamfélagi. Fyrst um sinn munu einungis ráðuneyti setja inn mál til samráðs en líklegt er að ríkisstofnanir og fleiri aðilar bætist við síðar. Samráðsgáttin keyrir á vefusjónarkerfinu LiSU sem er ein af veflausnum Advania.
Myndin er tekin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra opnuðu gáttina fyrr í vikunni.